Kröfu Samherja hafnað

Húsleit var gerð í starfsstöðvum Samherja á Akureyri og í …
Húsleit var gerð í starfsstöðvum Samherja á Akureyri og í Reykjavík í mars 2012. Skapti Hallgrímsson

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu Samherja og tengdra félaga um að sérstakur saksóknari skilaði gögnum sem lagt var hald á við húsleitir í höfuðstöðvum fyrirtækisins árið 2012. Ekki hefur enn verið gefin út ákæra í málinu sem varðar meint brot á gjaldeyrislögum.

Lagt var hald á töluvert magn gagna í húsleitunum en hluta þeirra hefur þegar verið skilað. Krafa Samherja og fleiri félaga laut að því að fá afganginn af gögnunum til baka. Á meðal forsenda hennar var að rannsókn saksóknara á málinu hafi tekið óeðlilega langan tíma.

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að rannsókn málsins sé langt á veg komin en að meðferð þess hjá embættinu sé enn ekki að fullu lokið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert