Fjölgun í Læknafélaginu bendir til heimkomu lækna

Fjölgað hefur í Læknafélaginu að undanförnu.
Fjölgað hefur í Læknafélaginu að undanförnu. mbl.is/Golli

Ef marka má skráningu Læknafélagsins virðast íslenskir læknar vera að flytja frá útlöndum aftur heim til Íslands.

„Heimfluttir læknar frá mars til júní á þessu ári voru 24 en brottfluttir tíu,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands. Hann setur þó fyrirvara við tölurnar þar sem um er að ræða hausatalningu á þeim sem hafa skráð sig í eða úr félaginu á þessu tímabili en langflestir starfandi læknar séu skráðir í félagið og félagaþátttaka sé því ákveðinn spegill.

„Tölurnar benda til þess að hinn nýi kjarasamningur frá janúarmánuði síðastliðnum hafi jákvæð áhrif á vilja lækna til að flytja heim til að starfa,“ segir Þorbjörn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka