Hvammsvirkjun færð í nýtingarflokk

Breytingar á rammaáætlun voru samþykktar á þingi í dag.
Breytingar á rammaáætlun voru samþykktar á þingi í dag. mbl.is/Styrmir Kári

Breytingartillaga umhverfisráðherra við rammaáætlun var samþykkt með 41 atkvæði gegn átta á Alþingi nú fyrir stundu. Hún felur í sér að Hvammsvirkjun verði færð úr biðflokki í nýtingarflokk. Sjö þingmenn Vinstri grænna auk eins frá Bjartri framtíð voru þeir einu sem greiddu atkvæði gegn tillögunni.

Fimm þingmenn Samfylkingarinnar, tveir frá Bjartri framtíð og einn Pírati greiddi atkvæði með tillögunnni auk allra viðstraddra þingmanna stjórnarmeirihlutans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert