Stærsti skjálftinn 5 að stærð

Eins og hér má sjá hafa marg­ir skjálft­ar mælst á …
Eins og hér má sjá hafa marg­ir skjálft­ar mælst á svæðinu. mynd/​Veður­stofa Íslands

Jarðskjálfta­hrin­an sem hófst um klukk­an 21 í gær­kvöldi stend­ur enn. Stærsti skjálft­inn mæld­ist 5 að stærð klukk­an 02:25 í nótt en alls hafa á þriðja hundrað skjálft­ar mælst síðan hrin­an hófst.

Stærsti skjálft­inn fannst víða á Reykja­nesskaga, á Höfuðborg­ar­svæðinu, á Akra­nesi og einnig barst Veður­stof­unni til­kynn­ing frá skipi sem statt var um 10 kíló­metr­um frá upp­tök­um skjálft­ans.

Nokkr­ir skjálft­ar voru á milli 4 og 5 að stærð og enn er unnið að yf­ir­ferð minni skjálfta að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Veður­stof­unni. Þar sem skjálft­arn­ir eru um 30 kíló­metra frá landi og þar af leiðandi utan mæla­kerf­is Veður­stofu Íslands þurfti að fá upp­lýs­ing­ar og gögn er­lend­is frá til þess að reikna stærðir stærstu skjálft­anna.

Á þriðja hundrað skjálft­ar hafa mælst síðan hrin­an hófst. Sam­felld virkni var frá klukk­an 21 til miðnætt­is en eft­ir það hef­ur hún verið í kviðum með allt að tveggja til þriggja klukku­tíma hlé­um á milli. Síðasta kviðan var um klukk­an 7 í morg­un og síðan hef­ur verið ró­legt.

Frétt mbl.is: Tvö hundruð skjálft­ar mælst

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert