Tvö hundruð skjálftar mælst

Eins og hér má sjá hafa margir skjálftar mælst á …
Eins og hér má sjá hafa margir skjálftar mælst á svæðinu. mynd/Veðurstofa Íslands

Jarðskjálfta­hrina hófst vest­ur af Reykja­nesi um klukk­an 21 í gær­kvöldi. Um tvö hundruð skjálft­ar hafa mælst síðan, þeir stærstu um 4 að stærð.

Í til­kynn­ingu frá Veður­stofu Íslands kem­ur fram að til­kynn­ing­ar hafi borist frá Reykja­nes­bæ og Akra­nesi um að skjálft­ar hafi fund­ist þar. 

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Veður­stof­unn­ar hófst jarðskjálfta­hrin­an um 4 kíló­metra norðvest­ur af Geir­fugla­drangi um klukk­an 21 í gær­kvöldi. Aðeins hef­ur dregið úr henni í svip­inn en hún er þó enn í gangi.

Ekki er óal­gengt að slík­ar hrin­ur gangi yfir á þess­um slóðum og þær þurfa ekki að boða neitt, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um jarðeðlis­fræðings.

Stærsti skjálft­inn sem mælst hef­ur í hrin­unni var 3,7 að stærð.

Frétt mbl.is: Jarðskjálft­ar finn­ast víða

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka