Jarðskjálftahrina hófst vestur af Reykjanesi um klukkan 21 í gærkvöldi. Um tvö hundruð skjálftar hafa mælst síðan, þeir stærstu um 4 að stærð.
Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands kemur fram að tilkynningar hafi borist frá Reykjanesbæ og Akranesi um að skjálftar hafi fundist þar.
Samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar hófst jarðskjálftahrinan um 4 kílómetra norðvestur af Geirfugladrangi um klukkan 21 í gærkvöldi. Aðeins hefur dregið úr henni í svipinn en hún er þó enn í gangi.
Ekki er óalgengt að slíkar hrinur gangi yfir á þessum slóðum og þær þurfa ekki að boða neitt, samkvæmt upplýsingum jarðeðlisfræðings.
Stærsti skjálftinn sem mælst hefur í hrinunni var 3,7 að stærð.
Frétt mbl.is: Jarðskjálftar finnast víða