Sterakrem og kláðastillandi við biti lúsmýs

Lúsmý herjar á Ísland.
Lúsmý herjar á Ísland. Erling Ólafsson

Hrafnhildur Halldórsdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur á heilsugæslu Mosfellsbæjar, segir heilsugæsluna hafa fengið inn töluverðan fjölda fólks með bit eftir lúsmý. Hún segir að meðhöndla eigi bitin með sama hætti og önnur bit en ef fólk er illa farið er best að mæta á stöðina og fá ráð.

Yfirleitt eru bit meðhöndluð með sterum og kláðastillandi kremum sem fást í apótekum en ef bitin eru slæm þarf sterkari tegundir af kremunum sem eru lyfseðilsskyld. „Það er þó alltaf best að koma á heilsugæsluna til að tryggja að um bit sé að ræða en ekki eitthvað annað,“ segir Hrafnhildur. 

Hún bendir fólki á að nota forvarnir eins og flugnanet, hatta og háa sokka hyggi það á útiveru eins og að slá blettinn eða klippa trén úti í garði.

Bitin eftir lúsmýið eru nýtilkomin og því er erfitt að gefa einhver ráð varðandi þau. Þau líta út eins og flóabit og önnur bit en eru út um allan líkama. Starrabit eru til að mynda aðeins á handleggjum og fótleggjum. „Við vonum bara að þetta sé að verða búið frekar en rétt að byrja.“

Sumarhúsaeigendur í Kjósinni í Hvalfirðinum urðu fyrst varir við lúsmýið um helgina. Þeir voru margir hverjir illa bitnir en nú virðist mýið vera búið að dreifa úr sér og komið inn í borgina.

Flug­urn­ar geta lagt til at­lögu marg­ar sam­an, tug­ir eða hundruð, að nóttu til eða degi, utan húss sem inn­an, og skilið eft­ir sig ljót bit. Þær verða til við ýms­ar aðstæður, í vatni, blaut­um og rök­um jarðvegi eða í skít­haug­um við gripa­hús.

Yfirleitt eru sterakrem og kláðastillandi notað á bit.
Yfirleitt eru sterakrem og kláðastillandi notað á bit. Picasa
Tónlistarmaðurinn Karl Tómasson var illa leikinn af lúsmý.
Tónlistarmaðurinn Karl Tómasson var illa leikinn af lúsmý. Ljósmynd/Úr einkasafni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert