Minningarmessa um Pétur Blöndal á sunnudaginn

Pétur Blöndal
Pétur Blöndal Teitur

Minn­ing­ar­messa um Pét­ur Blön­dal verður hald­in í Dóm­kirkj­unni klukk­an 11 á sunnu­dag­inn 5. júlí og eru all­ir vel­komn­ir.

Á Face­book-síðu Pét­urs seg­ir að fjöldi fólks hafi sett sig í sam­band við aðstand­end­ur hans og viljað kveðja hann, en út­för hans verður í kyrrþey.

Pét­ur H. Blön­dal, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, lést á föstu­dags­kvöldið, 71 árs að aldri. Hann hafði setið sem alþing­ismaður Reyk­vík­inga síðan 1995. Bana­mein Pét­urs var krabba­mein og lést hann í faðmi fjöl­skyld­unn­ar. 

Útför Pét­urs mun fara fram í kyrrþey að hans ósk, en þeim sem vilja minn­ast hans er bent á Minn­ing­ar­sjóð krabba­meins­lækn­inga­deild­ar. 

Pét­ur fædd­ist í Reykja­vík 24. júní 1944. For­eldr­ar hans voru Har­ald­ur H. J. Blön­dal, sjó­maður og verkamaður, og Sig­ríður G. Blön­dal skrif­stofumaður. Pét­ur lauk stúd­ents­prófi frá MR árið 1965 og diplom-prófi í eðlis­fræði, stærðfræði og tölvu­fræði við Köln­ar­há­skóla 1968. Hann lauk svo diplom-prófi í hag­nýtri stærðfræði, lík­inda­fræði, töl­fræði, trygg­inga­stærðfræði og alþýðutrygg­ing­um við Köln­ar­há­skóla 1971 og doktors­prófi við sama há­skóla 1973.

Pét­ur starfaði sem sér­fræðing­ur við Raun­vís­inda­stofn­un Há­skóla Íslands á ár­un­um 1973–1975. Hann var stunda­kenn­ari við Há­skóla Íslands 1973–1977 og for­stjóri Líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna 1977–1984. Þá sinnti hann trygg­inga­fræðilegri ráðgjöf og út­reikn­ing­um fyr­ir líf­eyr­is­sjóði og ein­stak­linga árin 1977–1994. Pét­ur var fram­kvæmda­stjóri Kaupþings hf. 1984–1991 og kenn­ari við Versl­un­ar­skóla Íslands 1991–1994. Hann var starf­andi stjórn­ar­formaður Tölvu­sam­skipta hf. 1994–1995. Frá 1995 til þessa dags starfaði Pét­ur sem alþing­ismaður.

Pét­ur var frá­skil­inn, eig­in­kona hans var Monika Blön­dal. Síðar var hann í sam­búð með Guðrúnu Birnu Guðmunds­dótt­ur. Eft­ir­lif­andi börn Pét­urs eru Davíð, Dagný, Stefán Pat­rik, Stella María, Bald­ur og Ey­dís.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert