Úttekt á moskustyrkjum lokið í júlí

Múslimar á Íslandi biðja - mynd úr safni
Múslimar á Íslandi biðja - mynd úr safni mbl.is/Eggert

Von er á minnisblaði frá mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur á næstunni í kjölfar úttektar á erlendum styrkjum til moskubyggingar auk reynslu og fordæma nágrannaþjóða í sambærilegum málum. Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, býst við að málið verði klárað í júlí. Ráðist var í úttektina í kjölfar umræðu um hugsanlegan fjárstyrk frá Sádí-Arabíu til byggingar mosku Félags múslima hér á landi.

Dagur B. Eggertsson kallaði eftir því að málið yrði kannað.
Dagur B. Eggertsson kallaði eftir því að málið yrði kannað. mbl.is/Ómar

Frétt mbl.is: Mannréttindaskrifstofa rannsaki styrkinn

„Við erum aðeins að skoða lagalega stöðu í kringum málið. Við höfum skoðað málið í samvinnu við þátttöku okkar í Intercultural Cities, samstarfi fjölmenningarborga. Þau unnu greinargerð um málið og unnu með okkur úttekt með hluta af sínum borgum,“ segir Anna. Hún vill ekki gefa frekari upplýsingar um efni úttektarinnar fyrr en hún verður lögð fyrir borgarráð.

Borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson kallaði eftir því í mars að erlendar styrkveitingar yrðu skoðaðar. „Mér þótti þessi frétt einfald­ega vekja upp spurningar. Í fyrsta lagi hvort búið sé að tryggja eitthvert fjármagn, í annan stað hvort því fylgi einhver skilyrði og upplýsa málið,“ sagði Dagur í samtali við mbl.is.

Frétt mbl.is: Mikilvægt að upplýsa moskumálið

Ummælin féllu í kjölfar þess að nýr sendiherra Sádí-Arabíu, Ibrahim S.I. Alibrahim, lýsti því yfir á fundi með forseta Íslands að stjórnvöld í landinu myndu veita um milljón Bandaríkjadala í moskubygginguna.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ásamt sendiherranum Ibrahim S.I. Alibrahim.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ásamt sendiherranum Ibrahim S.I. Alibrahim. Ljósmynd/Vefur forsetaembættisins

Frétt mbl.is: Sádí-Arabar styrkja byggingu mosku í Reykjavík

Ibrahim Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima, ítrekaði í apríl að stefna félagsins væri að þiggja enga styrki sem kvaðir eða skilyrði fylgdu. Benti hann þá einnig á að enginn hefði haft samband við félagið vegna styrksins og umræða um málið væri í raun dulin skilaboð þeirra sem væru almennt á móti moskubyggingunni. “Fyrir mér er þetta sami söngurinn og alltaf. Áður var það: ég er ekkert á móti mosku bara ekki á þessum stað, og nú er það: ég er ekkert á móti mosku bara ekki með þessum peningum,” sagði Ibrahim Sverrir í apríl.

Frétt mbl.is: Engin moska án erlends fjármagns

Ibrahim Sverrir segir stefnu félagsins vera að þiggja ekki styrki …
Ibrahim Sverrir segir stefnu félagsins vera að þiggja ekki styrki sem kvaðir eða skilyrði fylgja. mbl.is/Eggert

Ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar, en í Facebook færslu frá seinni hluta júní segir hann ekkert tilboð enn hafa borist frá Sádí-Aröbum. „Félag múslíma á Íslandi hefur ekki fengið neitt tilboð um fjárstyrk frá Saudi. Þangað til þannig tilboð berst er einungis verið að ræða eitthvað í stíl við "hvað ætlaru að gera við peningana sem frúin í Hamborg gaf þér" Gæti ekki frúin í Hamborg hafa þénað sín auðæfi á mansali - Aldrei hef ég heyrt neinn pæla í því,“ segir m.a. í færslunni.

Að gefnu tilefni - Félag múslíma á Íslandi hefur ekki fengið neitt tilboð um fjárstyrk frá Saudi. Þangað til þannig...

Posted by Sverrir Agnarsson on Monday, June 22, 2015
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka