Vélhjólamaðurinn vaknaður

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi. mbl.is/Ómar

Vélhjólamaðurinn sem slasaðist alvarlega á Holtavörðuheiði á laugardaginn er kominn úr öndunarvél og er hann vaknaður. Hann mun dvelja áfram á  gjörgæsludeild Landspítalans samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni.

Maðurinn ók eftir Holtavörðuheiði á laugardaginn í samfloti við tvo aðra, ökumann og farþega annars bifhjóls. Maðurinn ók út af veginum og eftir grýttu undirlagi nokkra tugi metra áður en hjólið féll og maðurinn kastaðist nokkra metra.

Ekki er vitað af hverju maðurinn hafnaði utan vegar en þegar vegfarendur komu að manninum var hann um tíu metra frá veginum. Samferðamenn mannsins voru nokkuð á eftir honum þegar slysið varð. Engin vitni voru að slysinu.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Vestfjörðum er ökumaður hjólsins ekki grunaður um ofsaakstur.

Frétt mbl.is: Ók tugi metra og kastaðist síðan af

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert