Lögreglan á Suðurlandi hefur handtekið fangana sem struku af Kvíabryggju í gærkvöldi.
Mennirnir voru handteknir á Þingvöllum að sögn Odds Árnasonar yfirlögregluþjóns á Selfossi.
Tilkynning barst til lögreglu um hálf tólf leytið um grunsamlega menn við Þingvallavatn. Lögreglan á Selfossi brást skjótt við og handtók mennina fyrir skömmu.
Um er að ræða tvo unga menn, 19 og 21 árs, og hafa þeir dvalið stuttan tíma á Kvíabryggju og eru meðal yngstu fanga þar.
Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir þá með langa neyslusögu að baki en brot þeirra eru einkum tengd neyslu og auðgunarbrotum.
Upp komst um fjarveru piltanna innan klukkustundar eftir að þeir yfirgáfu svæðið. Má þakka það náin samskipti starfsmanna og vistmanna, segir í bloggi á vef Afstöðu, félags fanga.
Tveir fangar struku af Kvíabryggju