Fangarnir fundnir

Mennirnir fundust á Þingvöllum.
Mennirnir fundust á Þingvöllum. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Lögreglan á Suðurlandi hefur handtekið fangana sem struku af Kvíabryggju í gærkvöldi.

Mennirnir voru handteknir á Þingvöllum að sögn Odds Árnasonar yfirlögregluþjóns á Selfossi.

Tilkynning barst til lögreglu um hálf tólf leytið um grunsamlega menn við Þingvallavatn. Lögreglan á Selfossi brást skjótt við og handtók mennina fyrir skömmu.

Um er að ræða tvo unga menn, 19 og 21 árs, og hafa þeir dvalið stutt­an tíma á Kvía­bryggju og eru meðal yngstu fanga þar. 

Páll Win­kel, fang­els­is­mála­stjóri, seg­ir þá með langa neyslu­sögu að baki en brot þeirra eru einkum tengd neyslu og auðgun­ar­brot­um.

Upp komst um fjar­veru pilt­anna inn­an klukku­stund­ar eft­ir að þeir yf­ir­gáfu svæðið. Má þakka það náin sam­skipti starfs­manna og vist­manna, seg­ir í bloggi á vef Af­stöðu, fé­lags fanga.

Fangarnir ófundnir

Tveir fangar struku af Kvíabryggju

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert