Fangar sem struku af Kvíabryggju eru ófundnir en ekki hefur verið lýst eftir þeim með mynd og nafni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er verið að svipast um eftir þeim en þeir eru ekki taldir hættulegir.
Uppfært kl. 12.38: Fangarnir fundnir
Um er að ræða tvo unga menn, 19 og 21 árs, og hafa þeir dvalið stuttan tíma á Kvíabryggju og eru meðal yngstu fanga þar.
Páll Winkerl, fangelsismálastjóri, segir þá með langa neyslusögu að baki en brot þeirra eru einkum tengd neyslu og auðgunarbrotum.
Upp komst um fjarveru piltanna innan klukkustundar eftir að þeir yfirgáfu svæðið. Má þakka það náin samskipti starfsmanna og vistmanna, segir í bloggi á vef Afstöðu, félags fanga.
„Atburðir sem þessir munu alltaf varpa skugga á þær aðstæður sem vistmenn búa við en hafa skal i huga að eftir voru 21 vistmaður sem yfirgáfu ekki svæðið. Sambærilegt atvik hefur enda ekki komið upp á Kvíabryggju á þriðja áratug og því ekki hægt að draga þá ályktun að þörf sé á breyttu verklagi,“ segir á vef Afstöðu
Tveir fangar struku af Kvíabryggju