Hvað má ekki snerta?

Snerting er mikilvægur hluti mannlegra samskipta en mikilvægt er að …
Snerting er mikilvægur hluti mannlegra samskipta en mikilvægt er að börn læri að hún sé ekki sjálfsögð. mbl.is/ Golli

„Byrjið snemma og byrjið oft,“ seg­ir Jane Fleis­hm­an um hvenær rétt sé að byrja að ræða við börn um lík­ama þeirra, kyn­líf og samþykki. Fleis­hm­an og kona henn­ar Joan Tabachnick héldu í dag fyr­ir­lest­ur á veg­um Fang­els­is­mála­stofn­un­ar um for­varn­ir gegn kyn­ferðisof­beldi en þær eru báðar sér­fræðing­ar í mála­flokkn­um með ára­tuga­langa reynslu.

Í fyr­ir­lestri sín­um sagði Fleis­hm­an mik­il­vægt að ræða við börn um landa­fræði lík­am­ans. Börn þurfi að vita hvað ólík­ir hlut­ar lík­am­ans heita til þess að geta nefnt þá á nafn, ekki síst komi til þess að þau þurfi að greina frá mis­notk­un.  Sagði hún banda­ríska for­eldra kenna börn­um sín­um marg­vís­leg nöfn yfir kyn­færi og það er ekki síður satt hér á landi og þá sér­stak­lega þegar kem­ur að kyn­fær­um kvenna þar sem mun fleiri víla sér við að nota orðið „píka“ en „typpi“.

„Ein ástæðan fyr­ir þessu er hversu ill­sýni­leg kyn­færi kvenna eru. Karl­menn sjá kyn­færi sinn nokkr­um sinn­um á dag en kon­ur sjá ekki hvað er í gangi í leggöng­un­um og skilja jafn­vel ekki hvar sníp­ur­inn er. Önnur ástæðan er sú að karl­menn búa við for­rétt­indi í sam­fé­lag­inu og við þurf­um að vinna gegn því með því að muna að stelp­ur og kon­ur eru fjar­læg­ari eig­in kyn­fær­um og þurfa því að verða kunn­ugri þeim með tungu­mál­inu og kunn­ugri með snert­ingu.“

Í fyr­ir­lestri þeirra Fleis­hm­an og Tabachnick kom fram að hegðun for­eldra sem virðist sak­laus, svo sem óum­beðið kitl eða skip­an­ir um að kyssa ömmu bless afar óæski­lega þegar hún brýt­ur gegn samþykki barn­anna. Fleis­hm­an seg­ir for­eldra oft ein­fald­lega vilja að börn séu hlýðin en að eins sé mik­il­vægt að þau upp­lifi yf­ir­ráð yfir eig­in lík­ama.

„Við þurf­um að eiga þessi sam­töl sem við átt­um aldrei við for­eldra okk­ar. Það get­ur þýtt umræður um hvað sjálfs­fró­un er en einnig um hvar við vilj­um ekki láta snerta okk­ur. Samþykki á ræt­ur sín­ar í skiln­ingi á eig­in lík­ama og að upp­lifa að maður megi hafna ein­hverj­um um að snerta mann,“ seg­ir Fleis­hm­an.

Rétt­ur­inn til að snerta aðra

Í fyr­ir­lestr­in­um sagði Tabachnick flesta for­eldra gleyma hálfri setn­ing­unni þegar kem­ur að því að kenna börn­un­um sín­um um samþykki. Þannig þurfi að segja við börn að rétt eins og að eng­inn eigi rétt á að snerta þau frek­ar en þau sjálf vilja eiga þau eng­an rétt á að snerta aðra.

„Við þurf­um að kenna börn­un­um okk­ar að vera ábyrg í allri sinni hegðun. Að eiga slík sam­töl end­ur­tekið þegar barnið er tveggja, þriggja, fimm og sjö ára býr til tæki­færi til að dýpka skiln­ing­inn eft­ir því sem barnið eld­ist. Ef við get­um kennt þessi gildi frá unga aldri og það er ekki þessi gjá milli þess hver get­ur verið fórn­ar­lamb og hver get­ur verið ger­andi sjá­um við alla mynd­ina og gef­um börn­um tæki­færi til að læra að spyrja hvenær og hvort það má snerta aðra.“

Tabachnick seg­ir að fólk hugsi einna helst um gerend­ur sem ókunn­uga. Áður fyrr var það karl­maður­inn í ryk­frakk­an­um við enda leik­vall­ar­ins sem helst kom upp í hug­ann og nú er það karl­maður sem býr í kjall­ara móður sinn­ar og vafr­ar um netið. Hún seg­ir okk­ur skorta betra tungu­mál yfir gerend­ur sem og betri viðbrögð við aðgerðum þeirra.

„Það er alltaf ein­hvern þarna úti en ég held að við þurf­um að skilja að fólk sem mis­not­ar [aðra kyn­ferðis­lega] fell­ur á sam­felld­an þráð með ólík­um end­um. Ein­hverj­ir gætu átt heima í fang­elsi en aðrir gætu verið börn sem eru að end­ur­varpa því of­beldi sem þau sjálf hafa orðið fyr­ir á önn­ur börn og að mála slík börn upp sem gerend­ur er rangt,“ seg­ir Tbachnick.

Gerend­ur þurfa hjálp

Tbachnick seg­ir töl­fræði gögn benda til þess að fimm pró­sent þeirra sem mis­nota aðra kyn­ferðis­lega muni ekki hafa gagn af sál­fræðimeðferð sem miðar að því að koma í veg fyr­ir slíka hegðun. Það sé fólkið sem er á þeim enda þráðsins þar sem sa­dísk­ar til­hneig­ing­ar og siðblindni ráði ríkj­um.

„Ég trúi því að ef við hefðum náð til þessa fólks þegar það var fimm eða sex ára gam­alt hefði verið hægt að leiðrétta þessa hegðun. Og þó svo að fimm pró­sent þurfa að vera læst­ir inni og munu ekki breyt­ast þýðir það að hin 95 pró­sent­in sem geta breyst miðað við rann­sókn­irn­ar, fá ekki tæki­færi til þess.

Tabachnick seg­ir að stefna Banda­rískra yf­ir­valda snúi mikið til að því að stjórna hegðun kyn­ferðis­brota­manna en að það þýði að gerend­um sé ekki gefið færi á að verða aft­ur eðli­leg­ur hluti af sam­fé­lag­inu.

„Ef við hugs­um um alla kyn­ferðis­brota­menn sem skrímsli sjá­um við ekki ná­granna okk­ar eða fjöl­skyldumeðlimi sem eru að hegða sér með óviðeig­andi hætti og þá er ólík­legra að við skipt­um okk­ur af. Stefna sem lit­ast af því að gerend­ur séu skrímsli blind­ar okk­ur því gagn­vart því sem gæti verið í gangi í fjöl­skyld­un­um okk­ar. Það sem ger­ir [kyn­ferðis­brota­menn] í raun hættu­minni er að þeir séu með at­vinnu, dag­leg­an stuðning og að þeir fái hjálp við að fylgj­ast með hegðun sinni,“ seg­ir hún.

„Það elst eng­inn upp við þá hugs­un að hann vilji verða kyn­ferðis­brotamaður. Þetta er fólk sem þarf hjálp en í okk­ar sam­fé­lagi bjóðum við enga slíka.“

Joan Tbachnick.
Joan Tbachnick. Ljós­mynd/ jo­anta­bachnick.com
Jane Fleishman.
Jane Fleis­hm­an. Ljós­mynd/ janef­leis­hm­an.com
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert