Sigurði Péturssyni, skipstjóra á Austur-Grænlandi var bjargað ásamt fjölskyldu sinni í gær þegar að lítið skip sem þau voru um borð í sökk. Skipið var á leið frá Bolungarvík til Grænlands en lenti í miklum ís. Að sögn Ólafs Péturssonar, bróður Sigurðar, voru þrír fullorðnir um borð og eitt barn. Þeim var öllum bjargað með þyrlu og voru þau flutt til Kulusuk.
Fulltrúi lögreglustjórans á Grænlandi staðfesti í samtali við mbl.is að landhelgisgæslan þar í landi hafi fengið tilkynningu um lítið skip í vanda nálægt Austur-Grænlandi í gær. Eins og fram hefur komið var fjórum bjargað og eru þau öll ómeidd.
Sigurður hefur lengi búið í Grænlandi og hefur hann hlotið viðurnefnið Ísmaðurinn.
Viðtal Morgunblaðsins við Sigurð: