Felldu nýjan kjarasamning

Iðnaðarmenn að störfum.
Iðnaðarmenn að störfum.

Kjarasamningar Félags vélstjóra og málmtæknimanna (VM) við Samtök atvinnulífsins, sem undirritaður var 22. júní s.l., var felldur í allsherjaratkvæðagreiðslu sem lauk á hádegi í gær, þann 14. júlí. Um er að ræða almennan kjarasamning VM vegna starfa félagsmanna á almennum vinnumarkaði í landi, þ.e. málmiðnaðarmanna, netagerðarmanna og vélstjóra sem starfa í landi.

Í kosningunni voru þátttakendur spurðir hvort þeir samþykktu kjarasamning VM við SA sem undirritaður var þann 22. júní 2015.

Á kjörskrá voru 1734. Þar af tóku 630 þátt í kosningunni, eða 36,3%. Já sögðu 253, eða 40,16% þátttakenda. Nei sögðu 365, eða 57,94% þátttakenda og 12, eða 1,9%, sátu hjá. Samningurinn var því fellur með tæplega 58% atkvæða.

Kjara­samn­ing­ur Sam­taka at­vinnu­lífs­ins við sex stétt­ar­fé­lög iðnaðarmanna var und­ir­ritaður af samn­inga­nefnd­um 22. júní í hús­næði rík­is­sátta­semj­ara. Stétt­ar­fé­lög­in sem skrifuðu und­ir kjara­samn­ing­ana eru Fé­lag hársnyrti­sveina, Grafía/​​​FBM, Mat­vís, Rafiðnaðarsam­band Íslands, Samiðn og Fé­lag vél­stjóra og málm­tækni­manna (VM).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert