Gera þarfir sínar í kirkjugarðinum

Tjaldsvæði við Skaftafell er vinsæll áningarstaður en sumir ferðamenn kjósa …
Tjaldsvæði við Skaftafell er vinsæll áningarstaður en sumir ferðamenn kjósa hins vegar að dvelja næturlangt í ósnortinni náttúrunni. Ljósmynd/Guðmundur Ögmundsson

Ferðamenn hafa átt það til að ganga erinda sinna í gömlum kirkjugarði í Sandfelli, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Í Sand­felli í Öræf­um er gam­all kirkju­g­arður en áður stóð þar kirkja. Farið er fram­hjá kirkju­g­arði þess­um á göngu­leiðum að Hvanna­dals­hnjúk sem er hæsti tind­ur lands­ins. Tölu­vert hef­ur borið á því að er­lend­ir ferðamenn séu að haf­ast við næt­ur­langt í ná­lægð við fyrr­greind­an kirkju­g­arð og jafn­vel hef­ur það komið fyr­ir að ferðalang­ar hafa gert þarf­ir sín­ar við leiðin í kirkju­g­arðinum. Þetta seg­ir Guðmund­ur Ögmunds­son, aðstoðarþjóðgarðsvörður Vatna­jök­ulsþjóðgarðs.

Í Skafta­felli sem og í Svína­felli, sem eru í til­tölu­legri ná­lægð við Sand­fell, eru tjaldsvæði þar sem ferðamönn­um býðst að tjalda gegn lít­illi þókn­un. Guðmund­ur seg­ir marga ferðamenn hafa lagt leið sína á tjaldsvæðið í ár líkt og und­an­far­in ár. Eins og komið hef­ur fram hér að ofan eru þó ekki all­ir sem nýta sér þessa aðstöðu og Guðmund­ur seg­ir að reglu­lega finn­ist ferðamenn sem hafa hafst við næt­ur­langt á stöðum þar sem ekki er boðið upp á slíkt. Nú síðast í gær­morg­un hafi land­verðir komið að tveim­ur ferðamönn­um sof­andi í bíl, tölu­vert utan veg­ar, á mosa­vöxnu svæði. Enn­frem­ur hafi land­verðir þurft að fara í ferðir að tína upp rusl og eft­ir at­vik­um mannasaur eft­ir ferðamenn.

Guðmund­ur tel­ur ástæðuna fyr­ir því að sum­ir ferðamenn haf­ist við utan tjaldsvæðis tvíþætta. Ann­ars veg­ar séu ein­stak­ling­ar sem sjái tæki­færi á að spara sér aur­inn en hins veg­ar séu aðrir sem kjósi friðsemd­ina við að vera ein­ir í ósnort­inni nátt­úru. Hann seg­ir þó að mögu­lega þurfi að rann­saka þessa þætti bet­ur og þá sér­stak­lega hvernig hægt sé að stýra bet­ur um­ferð ferðamanna. Guðmund­ur tek­ur þó fram að hann telji að ábyrgðin liggi ekki ein­göngu hjá ferðamönn­um held­ur þurfi Íslend­ing­ar og stjórn­völd að búa til um­gjörð sem ferðamenn geti svo farið eft­ir.

Vatna­jök­ulsþjóðgarður er meðal stærstu þjóðgarða í Evr­ópu og er tæp­ir 14.000 fer­kíló­metr­ar að stærð sem er um 14% af flat­ar­máli lands­ins. Þjóðgarður­inn var stofnaður árið 2008 en hvergi eru jafn tíð eld­gos und­ir jökli og í Vatna­jökli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert