Hafa tekið þátt í gegnum Leðurhommaklúbbinn

Gleði einkennir gönguna.
Gleði einkennir gönguna. mbl.is/Júlíus

„BDSM Ísland áttu í samtali við okkur í aðdraganda hátíðarinnar í fyrra og viðruðu þessa hugmynd að þau hefðu áhuga á að taka þátt í göngunni. Með frekar stuttum fyrirvara opna þau á samtal á milli þessara tveggja félaga og í rauninni eftir þau samskipti sem við áttum í fyrra, sem voru á mjög jákvæðum nótum, var niðurstaðan sú að þau tækju ekki þátt í göngunni í fyrra,“ segir Gunnlaugur Bragi, gjaldkeri Hinsegin daga, við mbl.is.

Verða með erindi á Hinsegin dögum í ár

BDSM Ísland tek­ur ekki þátt í Gleðigöng­unni í miðborg Reykja­vík­ur í ág­úst í ár þrátt fyr­ir að standa fyr­ir sér­stöku er­indi und­ir yf­ir­skrift­inni BDSM: Hneigð eða áhuga­mál? á Hinseg­in dög­um. Fé­lagið sótti um þátt­töku í Gleðigöng­unni í fyrra en var hafnað.

„Niðurstaðan var sú að við myndum nota okkar vettvang og sýnileika til að opna umræðuna um þeirra málstað og það sem þeirra félag stendur fyrir með öðrum hætti heldur en beint í Gleðigöngunni. Við vorum með fræðsluviðburð í fyrra sem hét Nekt, kynlíf og önnur tabú sem var til að opna á umræðu tengdum þeirra málstað.“ Hann bætir við að engin illindi hafi verið vegna málsins í fyrra og BDSM félagið hafi ekki sótt um gönguna í ár.

Skiptar skoðanir meðal fólks

„Maður sér á umræðunni síðustu daga að það eru skiptar skoðanir hvort á því hvort félagið eigi heima í göngunni eða ekki. Það er eitthvað sem við og þau vorum mjög meðvituð um í fyrra og hefur að einhverju leyti áhrif á þessa ákvörðun.“ Gunnlaugur bætir við að meðlimir BDSM félagsins hafi tekið þátt í Gleðigöngunni áður. „Einhverjir hafa verið í göngunni í gegnum Leðurhommaklúbbinn sem var með í mörg ár en hefur ekki verið í göngunni undanfarin ár, vegna þess að hann er ekki starfandi.

Hversu stór er regnhlífin?

Hann segir Hinsegin daga vera  mannréttinda, menningar og margbreytileikahátíð hinsegin fólks. „Það eru í flestum tilfellum samkynhneigðir, tvíkynhneigðir, pan, intersex, trans, það sem snýr að kynhneigð og kynvitund. Hversu stór er regnhlífin í huga fólks, hvað passar undir og hvað ekki? BDSM er miklu stærra mengi.

Hann segir ástæðuna fyrir fjarveru BDSM félagsins úr göngunni ekki vera þá að atriði þeirra gæti verið of ögrandi. „Eitt af markmiðum Hinsegin daga og sérstaklega göngunnar er að ögra svolítið. Reyna að brjóta upp þessi norm sem eiga það til að afmarka líf okkar. Hins vegar þurfum við líka að gæta almenns velsæmis. Þannig að þetta er einhver millivegur sem að gangan hefur í í raun fundið sér sjálf. Auðvitað eru skiptar skoðanir hvað sé ögrandi. Sumum finnst gangan of ögrandi og öðrum of hefðbundin.

Ekkert BDSM í Gleðigöngunni

Gleði og glimmer.
Gleði og glimmer. mbl.is/Júlíus
Hinsegin dagar eru meira en Gleðigangan, það er fjölbreytt dagskrá …
Hinsegin dagar eru meira en Gleðigangan, það er fjölbreytt dagskrá alla vikuna. mbl.is/Ómar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka