Vísindamaðurinn Sveinn Ólafsson telur sig hafa, í félagi við sænskan eðlisfræðing, sýnt fram á aðferð til orkuvinnslu með köldum samruna.
Umrædd aðferð, sem er útskýrð í Morgunblaðinu í dag, gæti boðið upp á óendanlega og ódýra uppsprettu orku fyrir mannkynið.
Niðurstöðurnar voru birtar í ritrýndu fræðiriti í fyrradag og eru frekari tilraunir þegar hafnar.
„Með köldum samruna er átt við samruna vetnissamsætna yfir í helín. Þegar eindirnar bindast saman umbreytist bindiorka í hreyfiorku. Þá hreyfiorku má nýta til orkuöflunar, til dæmis með því að hita vatn. Þetta yrði sambærilegt við jarðvarmavirkjanir nema hvað uppruni gufunnar er annar,“ segir Sveinn sem telur þetta mögulega lausn á orkuvanda heimsins. 9