Jón Gnarr ritstjóri hjá 365

Jón Gnarr.
Jón Gnarr. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Jón Gn­arr, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri í Reykja­vík, hef­ur verið ráðinn rit­stjóri inn­lendr­ar dag­skrár hjá 365. Hann hef­ur þegar hafið störf.

„Við gæt­um ekki verið ánægðari með þessa ráðningu og vit­um að Jón Gn­arr mun reyn­ast okk­ur mik­ill happa­feng­ur,“ er haft eft­ir Sæv­ari Frey Þrá­ins­syni, for­stjóra 365, í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu.

„Hand­bragð Jóns mun sjást í öll­um okk­ar miðlum strax í haust. Ég er sann­færður um að viðskipta­vin­ir okk­ar og lands­menn all­ir eiga eft­ir að njóta þessa í dag­skránni okk­ar. Við hlökk­um til að starfa með jafn skap­andi og skemmti­leg­um manni og Jóni Gn­arr.“

„Ég er spennt­ur fyr­ir að tak­ast á við þetta áhuga­verða og krefj­andi starf og tak­ast á við þessa áskor­un,“ seg­ir Jón Gn­arr í til­kynn­ing­unni.

„Íslensk dag­skrár­gerð hef­ur verið ástríða mín alla tíð. Flest það sem ég hef gert í þeim efn­um hef ég gert á miðlum 365; Stöð 2, X-inu og Frétta­blaðinu. 365 er að mínu mati einn mest spenn­andi vinnustaður á Íslandi í dag. Ég þakka stjórn­end­um traustið og hlakka til að fá að leggja mín lóð á vog­ar­skál­arn­ar með því að móta vandaða inn­lenda dag­skrár­gerð til framtíðar með skemmti­legu sam­starfs­fólki.“ 

Jón mun sam­hliða starfi rit­stjóra inn­lendr­ar dag­skrár halda áfram með viku­lega pistla sína í Frétta­blaðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert