Þorbergur Ingi Jónsson setti í dag nýtt met í Laugavegshlaupinu, en hann hljóp kílómetrana 55 á 3:59:13, en það er í fyrsta skiptið sem einhver hleypur leiðina á undir fjórum klukkustundum. Anna Lilja Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi hlaupsins, var í skýjunum með árangurinn, en hún sagði Þorberg hafa slegið á glæsilegan hátt, sérstaklega þar sem hlaupa þurfti í gegnum snjó á um 8 kílómetra leið.
Hann er enn sem komið er sá eini sem er kominn í mark, en samkvæmt aðstandendum hlaupsins er Vajin Armstrong frá Nýja Sjálandi næstur í hlaupinu. Hann er einn af fremstu utanvegahlaupurum heims og gerir það afrek Þorbergs enn stærra.
Fyrsta konan í hlaupinu núna er Amber Ferreira frá Bandaríkjunum, en gert er ráð fyrir að hún komi í mark á um fimm klukkustundum gangi allt upp.