Ætla sér gullið á Special Olympics

Special Olympics verða settir 25. júlí í Los Angeles, þar mun íslenskt knattspyrnulið mæta til leiks sem hefur náð góðum árangri á síðustu mótum. Markmiðið er að ná í gullið en leikarnir eru mikið sjónarspil þar sem 80 þús. manns verða á setningarathöfninni. mbl.is kíkti á æfingu liðsins um daginn.

Íþrótta­sam­band fatlaðra send­ir 41 kepp­anda í níu grein­ar en á Special Olympics kepp­ir fólk með þroska­hamlanir og fatlanir. Strákarnir ætla sér að ná í gullið en á síðustu leikum sem haldnir voru í Grikklandi keppti liðið til úrslita þar sem það tapaði fyrir liði Serbíu-Svartfjallalands í úrslitaleik í öðrum styrkleikaflokki.

Áður en mótið hefst eru liðin metin og þeim raðað í styrkleikaflokka en Darri McMahon hefur þjálfað liðið í átta ár og hann segir að það yrði mikil viðurkenning ef liðið kæmist í efsta styrkleikaflokk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert