204 íslenskar konur aðilar að málsókn

204 íslenskar konur höfðuðu mál gegn eftirlitsaðila með framleiðslu PIP …
204 íslenskar konur höfðuðu mál gegn eftirlitsaðila með framleiðslu PIP brjóstapúða í Frakklandi. AFP

Á föstudaginn hefst aðalmeðferð í máli um 9.000 kvenna víða að, þ. á m. 204 frá Íslandi, gegn þýska eftirlitsfyrirtækinu TÜV Rheinland í PIP-sílikonpúðamálinu. Málið verður tekið fyrir í undirrétti í Frakklandi og konurnar krefjast bóta fyrir það heilsutjón sem þær telja púðana hafa valdið sér.

Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður íslensku kvennanna, segir í Morgunblaðinu í dag að líklega sé um að ræða stærstu hópmálsókn sem Íslendingar hafa átt aðild að.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert