Kristján Markús Sívarsson var í dag dæmdur í óskilorðsbundið 4 ára og 9 mánaða fangelsi í héraðsdómi Reykjaness fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, frelsissviptingu, ólögmæta nauðung og tilraun til fjárkúgunar. Var hann ákærður ásamt þeim Marteini Jóhannssyni, Ríkharð Júlíus Ríkharðssyni, Birgi Hauki Halldórssyni og Sigurði Brynjari Jenssyni, en þeir fengu allir vægari dóma.
Kristján var auk þess sviptur ökuréttindum í 2 ár og þurfti hann að sæta upptöku á eiturlyfjum, landa, bruggtækjum, sterum og vopnum sem fundust í fórum hans. Meðal annars var um að ræða hnúajárn, haglabyssu, loftskammbyssu og rafmangsbyssu.
Ríkharð var í málinu dæmdur í fangelsi í 3 ár og 2 mánuði, en þar af skilorðsbundið fangelsi í 3 ár. Sigurður var dæmdur í 14 mánaða fangelsi, en þar af var refsingu frestað í 12 mánuði. Birgir fékk 9 mánaða fangelsi en fullnustu refsingar var frestað haldi hann skilorð. Marteinn var dæmdur í 8 mánaða fangelsi og var refsingu hans frestað í 6 mánuði haldi hann skilorð. Gæsluvarðhaldstími var til frádráttar fangelsisvist í öllum tilfellum.
Fréttir mbl.is:
Ákærðir fyrir gróft ofbeldisbrot
Víki úr dómssal þegar vitni gefur skýrslu