Kristján Sívarsson fékk 4 ár og 9 mánuði

Héraðsdómur Reykjaness í Hafnarfirði
Héraðsdómur Reykjaness í Hafnarfirði Ómar Óskarsson

Kristján Markús Sívarsson var í dag dæmdur í óskilorðsbundið 4 ára og 9 mánaða fangelsi í héraðsdómi Reykjaness fyrir sér­stak­lega hættu­lega lík­ams­árás, frels­is­svipt­ingu, ólög­mæta nauðung og til­raun til fjár­kúg­un­ar. Var hann ákærður ásamt þeim Marteini Jóhannssyni, Ríkharð Júlíus Ríkharðssyni, Birgi Hauki Halldórssyni og Sigurði Brynjari Jenssyni, en þeir fengu allir vægari dóma.

Kristján var auk þess sviptur ökuréttindum í 2 ár og þurfti hann að sæta upptöku á eiturlyfjum, landa, bruggtækjum, sterum og vopnum sem fundust í fórum hans. Meðal annars var um að ræða hnúajárn, haglabyssu, loftskammbyssu og rafmangsbyssu.

Ríkharð var í málinu dæmdur í fangelsi í 3 ár og 2 mánuði, en þar af skilorðsbundið fangelsi í 3 ár. Sigurður var dæmdur í 14 mánaða fangelsi, en þar af var refsingu frestað í 12 mánuði. Birgir fékk 9 mánaða fangelsi en fullnustu refsingar var frestað haldi hann skilorð. Marteinn var dæmdur í 8 mánaða fangelsi og var refsingu hans frestað í 6 mánuði haldi hann skilorð. Gæsluvarðhaldstími var til frádráttar fangelsisvist í öllum tilfellum.

Fréttir mbl.is:

Ákærðir fyrir gróft ofbeldisbrot

Víki úr dómssal þegar vitni gefur skýrslu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert