„Hefðum kannski komist inn úr öðrum skóla“

Gríðarháar einkunnir útskriftarnema úr grunnskólum hafa valdið vinsælum framhaldsskólum vandræðum við inntöku í ár. Þannig vakti skólastjóri Verzlunarskóla Íslands athygli á því í sumar að skólinn hefði þurft að hafna um 60 nemendum með yfir 9,0 í meðaleinkunn, en til greina kemur að taka upp inntökupróf á næsta ári.

Frétt mbl.is: Íhuga inntökupróf í Verzló að ári

mbl.is ræddi við nokkra nemendur sem eiga það sameiginlegt að hafa sótt um skólavist í Verzlunarskólanum, en ekki komist inn, þrátt fyrir að vera með um og yfir 9 í meðaleinkunn. Skiptar skoðanir voru um lausn vandans, en þeir voru þó almennt sammála um að samræmdan kvarða vantaði við einkunnagjöf til útskriftarnema.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert