Special Olympics verða haldnir í Los Angeles dagana tuttugasta og fimmta júlí til annan ágúst. Á leikunum keppa um sjö þúsund keppendur undir handleiðslu þrjú þúsund þjálfara í ýmsum íþróttagreinum, þar á meðal fimleikum.
Ísland á fjörtíu og tvo þátttakendur á leikunum, sem keppa í níu íþróttagreinum.
Frétt mbl.is: „Það er svona...hamingja“
Keppendurnir fara til Bandaríkjanna í dag til að búa sig undir leikana. Á sunnudaginn bauð fimleikahópur Gerplu aðstandandum sínum að koma á sýningu, þar sem keppendurnir sýndu æfingar sínar.
Frétt mbl.is: „Já, ég hlakka til“
Keppendurnir sem fara frá Gerplu í ár eru Birkir Eiðsson, Erla Björg Haraldsdóttir, Eydís Ásgeirsdóttir og Jóhann Fannar Kristjánsson.