Lækka sig til að komast í göngin

Ein þriggja öryggiskeðja slitnaði eftir áreksturinn.
Ein þriggja öryggiskeðja slitnaði eftir áreksturinn.

Athygli hefur vakið að flutningabíll, sem keyrði harka­lega á 600 kg þungan stálbita við suðurmunna Hvalfjarðarganga, hafði komist í gegnum öll göngin og undir hæðarslána við norðurmunna ganganna.

Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri Spalar, segir í samtali við mbl.is að á þessu sé ein skýring líklegri en aðrar. „Í mörgum tilvikum, og kannski í þessu, lækka bílstjórarnir flutningabílana áður en þeir fara undir hæðarslána. Það hefur gerst oft að þeir lækki sig áður en þeir fara inn og hækka sig svo aftur um leið og inn í göngin er komið,“ segir Gylfi.

„En svo vill oft gleymast hjá þeim að lækka sig aftur áður en þeir keyra út og þá rekast þeir gjarnan í þennan bita. En aldrei áður með þessum afleiðingum,“ segir hann, en við áreksturinn slitnaði ein þriggja öryggiskeðja sem halda bitanum frá því að skella niður á það sem fyrir er.

„Göngin eru nú búin að vera hérna í 17 ár og því ættu flutningabílstjórar að vera orðnir vanir þeim takmörkunum sem þeim eru settar.“

Aðspurður hvort ekki væri hægt að gera bitann úr öðru efni, sem myndi ekki valda jafnmiklum skaða ef keðjurnar gæfu sig, segir Gylfi að þá myndi hann missa tilgang sinn. „Bitanum verður að fylgja nægilegt högg til að bílstjórar stöðvi í kjölfarið, en bitinn er til þess gerður að vernda það sem er í lofti ganganna, ljósabúnað og loftræstikerfi.“

Sjá fréttir mbl.is: Lá við stór­slysi í Hval­fjarðargöng­um

„Við mælum alls ekki með þessu“

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/NayKjZPa5gc" width="560"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert