„Við erum öll druslur“

Orðið drusla þarf ekki að vera neikvætt að sögn skipuleggjenda hinnar árlegu Druslugöngu, sem fram fer næsta laugardag. Markmiðið göngunnar er að færa ábyrgð frá þolendum kynferðisbrota yfir á gerendur. Þannig geti hlutir á borð við ástand eða klæðaburð þolenda aldrei gert þá ábyrga fyrir ofbeldi sem þeir verða fyrir.

Þær María Rut og Sunna Ben búast við fjölmenni í miðborg Reykjavíkur næsta laugardag, enda hafi orðið mikil vitundarvakning og viðhorfsbreyting í málaflokknum undanfarin ár. Um 11.000 manns mættu í göngu síðasta árs, en María og Sunna vilja helst tvöfalda þann fjölda um helgina.

Gangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan 14:00, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og mun enda á Austurvelli þar sem við taka fundarhöld og tónleikar. Hér má sjá Facebook viðburð göngunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert