Myllumerkjabyltingar hafa verið fyrirferðarmiklar í ár og er þar skemmst að nefna #6dagsleikinn, #þöggun og #freethenipple. Nú stendur yfir keimlíkt tístflóð á Twitter þar sem tíst er undir merkinu #drusluákall um kynferðisofbeldi og skækjuskömm (e. slutshaming) í tilefni af Druslugöngunni sem fram fer á laugardaginn.
mbl.is tók saman nokkur tíst sem minna á hversu langt er í land hvað baráttuna gegn kynferðisofbeldi varðar og hvað þarf að gerast til að færa samfélagið til betri vegar. Hægt er að sjá nýjustu tístin detta inn neðst í fréttinni.
Áslaug Arna var hvött til að þegja yfir ofbeldinu.
Fékk símtal um að það liti illa út f mig að segja frá kynferðisofbeldinu sem ég varð fyrir. Ég vill að enginn fái svona símtöl <a href="https://twitter.com/hashtag/druslu%C3%A1kall?src=hash">#drusluákall</a>
Margir þolendur þegja af ótta við að vera kallaðir lygarar.
Ég vildi að bekkjarbróðir minn hefði vitað betur en að segja : " þú lentir ekki í þessu, annars gætirðu ekki talað um það " <a href="https://twitter.com/hashtag/druslu%C3%A1kall?src=hash">#drusluákall</a>
Er fyndið að „facerape-a“?
Að fólk hætti að tala um "facerape" þegar það stelst inn á einkasvæði fólks sem treysti því <a href="https://twitter.com/hashtag/%C3%A1st%C3%A6%C3%B0urtila%C3%B0h%C3%A6tta%C3%A1facebook?src=hash">#ástæðurtilaðhættaáfacebook</a> <a href="https://twitter.com/hashtag/druslu%C3%A1kall?src=hash">#drusluákall</a>
Endurspegla reglur Samfés skækjuskömm?
Ég vil að félagsmiðstöðvar hætti að setja reglur um klæðaburð. Ýtir undir nauðgunarmenninguna. Fötin eru aldrei vandamálið <a href="https://twitter.com/hashtag/druslu%C3%A1kall?src=hash">#drusluákall</a>
Nauðgun er nauðgun, sama hver þolandinn - eða gerandinn er.
Ég vil ekki að ásakanir samkynhneigðs drengs eftir hópnauðgun séu taldar furðulegar því hann er "vanur svona kynlífi?" <a href="https://twitter.com/hashtag/druslu%C3%A1kall?src=hash">#drusluákall</a>
Er krúttlegt að toga í hárið á stelpum?
Ég vil að við hættum að kenna litlum stelpum að strákar séu bara skotnir í þeim ef þeir koma illa fram við þær. <a href="https://twitter.com/hashtag/druslu%C3%A1kall?src=hash">#drusluákall</a>
Á ekki að vera nóg að segja nei?
Ég vil búa í samfélagi þar sem stelpur þurfa ekki afsakanir til að neita kynlífi "æ sorry er á túr" Ykkar líkami, ykkar VAL <a href="https://twitter.com/hashtag/druslu%C3%A1kall?src=hash">#drusluákall</a>
Þolandinn ber aldrei ábyrgðina.
Hjúkrunarfræðingur á LSH: "Maður verður að passa sig að drekka ekki of mikið svo enginn geri ehv við mann sem maður vill ekki" <a href="https://twitter.com/hashtag/druslu%C3%A1kall?src=hash">#drusluákall</a>