Matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur hækkað lánshæfismat ríkissjóðs Íslands fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt úr BBB í BBB+ og hækkað lánshæfismatið fyrir langtímaskuldbindingar í innlendri mynt úr BBB+ í A-.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabanka Íslands.
Þar segir einnig að Fitch hafi hækkað lánshæfismatið fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt úr F3 í F2 og hækkað landseinkunnina (e. Country Ceiling) úr BBB í BBB+. Þá eru horfur fyrir lánshæfismat á langtímaskuldbindingum stöðugar að mati fyrirtækisins.
Hér má finna fréttatilkynningu Fitch.