Þórður Rafn Sigurðsson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, greiðir mestan skatt Íslendinga, samkvæmt yfirliti frá ríkisskattstjóra um álagningu einstaklinga 2015. Þórður Rafn greiðir tæplega 672 milljónir króna í skatta.
Næst hæstu gjöldin greiðir Þorsteinn Sigurðsson sem greiðir tæplega 305 milljónir króna.
Þriðji hæsti greiðandinn er Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, en hann greiðir rúmlega 277 milljónir króna í skatta. Gunnar Torfason greiðir tæplega 181 milljón króna í skatta.
Jón A. Ágústsson framkvæmdastjóri var skattakóngur Íslands í fyrra. Hann greiddi þá tæplega 412 milljónir króna í skatta. Jón er hins vegar ekki á lista ríkisskattstjóra yfir hæstu gjaldendur í ár samkvæmt álagningarskrá.
Samkvæmt 1. mgr. 98. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt með áorðnum breytingum, skal ríkisskattstjóri leggja fram og hafa til sýnis álagningarskrár. Liggja þær frammi á starfsstöðvum embættisins um allt land næstu tvær vikur eða til 7. ágúst. Kærufrestur rennur út 24. ágúst.
Listi yfir tuttugu hæstu gjaldendur:
1 Þórður Rafn Sigurðsson Vestmannaeyjar 671.565.763
2 Þorsteinn Sigurðsson Hafnarfjörður 304.633.336
3 Kári Stefánsson Reykjavík 277.499.661
4 Gunnar Torfason Reykjavík 180.939.049
5 Davíð Freyr Albertsson Kópavogur 173.206.913
6 Bert Martin Hanson Reykjavík 140.284.145
7 Jón Guðmann Pétursson Kópavogur 136.371.742
8 Guðbjörg M Matthíasdóttir Vestmannaeyjar 127.296.164
9 Árni Harðarson Reykjavík 121.618.964
10 Kristján V Vilhelmsson Akureyri 110.473.857
11 Stefán Hrafnkelsson Reykjavík 103.185.589
12 Adolf Guðmundsson Seyðisfjörður 102.093.894
13 Grímur Karl Sæmundsen Reykjavík 96.753.634
14 Guðjón Harðarson Seyðisfjörður 96.516.183
15 María Vigdís Ólafsdóttir Seyðisfjörður 94.486.876
16 Patrick Maurice Franzois Sulem Reykjavík 92.690.395
17 Þorsteinn Már Baldvinsson Akureyri 92.393.574
18 María Rúnarsdóttir Kópavogur 91.786.379
19 Gunnar Guðmundsson Reykjavík 82.125.263
20 Jákup Napoleon Purkhús Reykjavík 76.501.686