Druslur flykktust í bæinn

Druslur af öllum stærðum og gerðum gengu frá Hallgrímskirkju í …
Druslur af öllum stærðum og gerðum gengu frá Hallgrímskirkju í dag. mbl.is/Þórður

Þúsundir manna flykktust í miðbæ Reykjavíkur í dag til að taka þátt í hinni árlegu Druslugöngu. Það viðraði vel til göngunnar, en þetta er í fimmta sinn á jafnmörgum árum sem gangan er farin.

Strætisvagnar á leiðinni í miðbæinn voru margir hverjir troðfullir og gátu sumir ekki tekið við fleira fólki.

Gengið var frá Hallgrímskirkju klukkan tvö, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og endað á Austurvelli, þar sem fundarhöld og tónleikar taka við. 

Tilgangur göngunnar er að færa skömmina þangað sem hún á heima, hjá gerendum kynferðisofbeldis, en ekki hjá þolendum þess.

Skipuleggjendur göngunnar benda á að allt of oft sé einblínt á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem afsökun fyrir kynferðisglæpum. Hins vegar sé ekki til nein afsökun fyrir að beita kynferðisofbeldi.

Druslugangan er orðin að föstum punkti í íslensku samfélagi þar sem samfélagið rís upp gegn kynferðisofbeldi og stendur með þolendum. Gangan hefur orðið fjölmennari með hverju árinu sem líður.

Er fólk hvatt til þess að nota myllumerkið #drusluákall til að kalla eftir breytingum í samfélaginu og láta í sér heyra á samfélagsmiðlum.

Beðið á rásmarkinu.
Beðið á rásmarkinu. mbl.is/Þórður
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert