Forsætisráðherra kallar áform Landsbankans ögrun

Byggingarlóð Landsbankans í miðborginni er rétt við Hörpu. Byggingin mun …
Byggingarlóð Landsbankans í miðborginni er rétt við Hörpu. Byggingin mun setja mikinn svip á umhverfið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra kallar fyrirhugaða byggingu höfuðstöðva Landsbankans í miðborg Reykjavíkur „ögrandi glæsihýsi á dýrasta stað“ í viðtali við Morgunblaðið í dag.

Hann segir að þótt hægt sé að spara með því að sameina starfsemi bankans á einn stað sé hægt að gera það á hagkvæmari hátt en bankinn hyggist gera.

Í samtali í Morgunblaðinu í dag kemur m.a. fram, að honum finnist að bankinn ætti að sýna gott fordæmi og sýna ráðdeild.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert