Opnað hefur verið fyrir umferð upp Ártúnsbrekku til austurs, en veginum var lokað á níunda tímanum í morgun eftir að vöruflutningabíll valt neðst í brekkunni. Miklar tafir hafa verið á umferð í borginni vegna lokunarinnar undanfarnar klukkustundir, en sjá má bíl við bíl á helstu götum í nágrenninu, svo sem á Breiðholtsbraut, Stekkjarbakka og upp að Suðurlandsvegi.
Frétt mbl.is: Umfangsmiklar aðgerðir í Ártúnsbrekku
Bíllinn flutti möl sem dreifðist um veginn þegar hann valt, en talsverðan tíma tók að hreinsa hana burt og koma bílnum á réttan kjöl. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild, en vakthafandi læknir veitir engar upplýsingar um líðan hans.
Ártúnsbrekka hefur verið opnuð fyrir umferð eftir umferðaróhapp sem varð þar í morgun.
Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Saturday, July 25, 2015
Fréttir mbl.is:
Bíll við bíl á Breiðholtsbraut
Umfangsmiklar aðgerðir í Ártúnsbrekku
Ártúnsbrekka lokuð í austurátt