Í liðakeppni er CrossFit Reykjavík í 33. sæti.
Keppni lýkur á morgun, sunnudag, en hægt er að fylgjast með gangi mála hér.
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er í efsta sæti í kvennaflokki á heimsleikunum í Crossfit, sem fara nú fram í Los Angeles í Bandaríkjunum, þegar fimm greinum af níu er lokið. Hún er með 380 stig, 40 stigum á undan Köru Webb frá Ástralíu og Katrínu Tönju Davíðsdóttur, sem eru saman í öðru og þriðja sæti.
Annie Mist Þórisdóttir er í áttunda sæti með 284 stig og Þuríður Erla Helgadóttir í 32. sæti með 156 stig.
Björgvin Karl Guðmundsson er í fjórða sæti í karlaflokki með 204 stig. Matthew Fraser frá Bandaríkjunum trónir á toppnum með 426 stig eftir fimm greinar.
Í liðakeppni er CrossFit Reykjavík í 33. sæti.
Keppni lýkur á morgun, sunnudag, en hægt er að fylgjast með gangi mála hér.