Annie Mist Þórisdóttir þurfti að hætta keppni á Heimsleikunum í crossfit. DV greinir frá þessu og þar segir að hitaslag sem Annie varð fyrir á föstudag hafi haft mun meiri áhrif á líkama hennar en talið var í fyrstu.
Andrew Martin, einn af sjúkraþjálfurum Annie, segir í viðtali við DV að vökvatap og hiti hafi haft áhrif á líkama hennar. Þó hafi Annie verið þrjósk á laugardeginum og hún vildi halda áfram keppni. Annie var í 19. sæti í kvennaflokki fyrir daginn í dag.
Annie Mist hefur unnið tvisvar á heimsleikunum, árin 2011 og 2012.
Tvær íslenskar konur eru nú í toppbaráttunni á lokadegi keppninnar.
Hér að neðan má fylgjast með keppninni í beinni.