Segist ekki vita hvað taki við

Ingimar Karl Helgason.
Ingimar Karl Helgason. mbl.is/Dagur

Ingimar Karl Helgason sem hefur nú lokið störfum sem ritstjóri Reykjavíkur Vikublaðs eftir að útgáfurétturinn var seldur til Vefpressunnar í vikunni segir í pistli á vefsíðu blaðsins að hann viti ekki hvað taki nú við. 

„Fréttir gærdagsins um að útgáfa blaðsins hafi verið seld til Vefpressunnar komu mjög á óvart. Satt að segja hafði útgefandinn fyrrverandi talað um að fjölga síðum í Reykjavík vikublaði með haustinu og hef ég heldur verið að hugsa á þeim nótum en öðrum,“ skrifar Ingimar sem þakkar síðan samstarfsfólki sínu fyrir störfin. 

„Þetta eru sannarlega tímamót og við vitum ekki hvað er framundan. Ég þakka lesendum kærlega fyrir samfylgdina að sinni. Við heyrumst síðar,“ skrifar Ingimar að lokum. 

Sjá frétt mbl.is: Bíða samþykkis Samkeppniseftirlitsins

Sjá frétt mbl.is: Fótspor ehf. hættir útgáfu

Sjá pistil Ingimars í heild sinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert