Björgvin Karl Guðmundsson endaði í þriðja sæti í karlaflokki á heimsleikunum í Crossfit. Björgvin var fyrir lokadaginn í fimmta sæti, en í síðustu greinunum tveimur, sem ganga undir nafninu Pedal to the Metal 1 og Pedal to the Metal 2, varð hann í 7. og 5. sæti og dugði það honum til að ná bronsinu.
Björgvin endaði með 766 stig, en eftir hverja grein fá keppendur stig eftir því í hvaða sæti þeir lenda í greininni. Bandaríkjamaðurinn Ben Smith vann með 915 stig, en hann komst upp fyrir landa sinn Mathew Fraser sem endaði með 879 stig, en Mathew var efstur fyrir síðustu greinina.