Björgvin í þriðja sæti á heimsleikunum

Björgvin Karl Guðmundsson
Björgvin Karl Guðmundsson Ómar Óskarsson

Björgvin Karl Guðmundsson endaði í þriðja sæti í karlaflokki á heims­leik­un­um í Cross­fit. Björgvin var fyrir lokadaginn í fimmta sæti, en í síðustu greinunum tveimur, sem ganga undir nafninu Pedal to the Metal 1 og Pedal to the Metal 2, varð hann í 7. og 5. sæti og dugði það honum til að ná bronsinu.

Björgvin endaði með 766 stig, en eftir hverja grein fá keppendur stig eftir því í hvaða sæti þeir lenda í greininni. Bandaríkjamaðurinn Ben Smith vann með 915 stig, en hann komst upp fyrir landa sinn Mathew Fraser sem endaði með 879 stig, en Mathew var efstur fyrir síðustu greinina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert