Byggt við miðbæjarvillu

Sjafnargata 3. Húsið var byggt árið 1931 og það var …
Sjafnargata 3. Húsið var byggt árið 1931 og það var stækkað til norðvesturs fyrir um 25 árum. Það er nú stækkað í annað sinn. mbl.is/Baldur Arnarson

Það hef­ur vakið at­hygli veg­far­enda í sum­ar að gam­alt hús í rót­grónu hverfi í Skóla­vörðuholt­inu í Reykja­vík hef­ur tekið breyt­ing­um.

Um er að ræða Sjafn­ar­götu 3 sem telja má eitt reisu­leg­asta ein­býl­is­hús lands­ins, byggt 1931.

Skipu­lags­svið Reykja­vík­ur samþykkti í fyrra­haust að leyfa stein­steypta viðbygg­ingu með þaksvöl­um og ver­önd við húsið.

Í upp­haf­legri út­gáfu þess­ar­ar frétt­ar var talað um glæsi­legt ein­býl­is­hús í Þing­holt­un­um. Eldri kona sem bjó í Sjafn­ar­götu á 20. öld gerði at­huga­semd við þessa lýs­ingu. Rétt væri að tala um Skóla­vörðuholtið. Er það hér með leiðrétt.

Teiknað fyr­ir kaup­mann

Fram kom í um­sögn Minja­stofn­un­ar vegna stækk­un­ar­inn­ar að Gutt­orm­ur Andrés­son húsa­meist­ari hafi teiknað húsið Sjafn­ar­götu 3 um 1930 fyr­ir Pét­ur Guðmunds­son kaup­mann í Mál­ar­an­um. Húsið er með brotnu hálf­valmaþaki. Árið 1990 var samþykkt for­stofu­viðbygg­ing við NV-gafl húss­ins.

Guðmund­ur Odd­ur Víðis­son arki­tekt teikn­ar nýju viðbygg­ing­una. Sam­kvæmt fast­eigna­skrá var húsið 213 fer­metr­ar fyr­ir stækk­un­ina og bæt­ast við 76 fer­metr­ar með viðbygg­ing­unni. Húsið verður því alls um 290 fer­metr­ar.

Það stend­ur á 915 fer­metra lóð.

Eig­end­ur húss­ins eru hjón­in og fjár­fest­arn­ir Sig­ur­björn Þorkels­son og Aðal­heiður Magnús­dótt­ir.

Fram kom í Morg­un­blaðinu í apríl sl. að Sig­ur­björn væri stjórn­ar­formaður í nýju fjár­mála­fyr­ir­tæki, Foss­ar markaðir, sem hann á 60% hlut í ásamt Aðal­heiði.

Sagði þar að Sig­ur­björn hafi und­an­farna tvo ára­tugi starfað á fjár­mála­mörkuðum í New York, Hong Kong, Tókýó og London, nú síðast sem yf­ir­maður hluta­bréfaviðskipta Barclays í Evr­ópu.

Fram kom í frétta­skýr­ingu Harðar Ægis­son­ar, viðskipta­rit­stjóra DV, í apríl, að Sig­ur­björn hafði sem sam­svar­ar um 3,3 millj­örðum króna, á tíma­bil­inu frá 2005 til 2007, í laun og þókn­un sem yf­ir­maður af­leiðuviðskipta og einn af fram­kvæmda­stjór­um banda­ríska stór­bank­ans Lehm­an Brot­h­ers.

Þau hjón­in, Sig­ur­björn og Aðal­heiður, staðgreiddu húsið árið 1998. Fast­eigna­mat húss­ins er um 93 millj­ón­ir króna. Eft­ir stækk­un­ina og aðrar end­ur­bæt­ur á hús­inu má hins veg­ar ætla að markaðsverð húss­ins verði ekki und­ir 150 millj­ón­um króna.

Gott pláss verður fyrir garðveislur á nýju svölunum.
Gott pláss verður fyr­ir garðveisl­ur á nýju svöl­un­um. mbl.is/​Bald­ur Arn­ar­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert