„Eins og skrilljón nálar inni í húðinni“

Rúmum tveimur mánuðum eftir flúrun var rauði hlutinn orðinn áberandi …
Rúmum tveimur mánuðum eftir flúrun var rauði hlutinn orðinn áberandi upphleyptur og hreistraður.

„Allt er gott sem endar vel“ er yfirskrift myndaalbúms Gerðu Kristjánsdóttur á Facebook hópnum Tattoo á Íslandi en það er á hreinu að þó svo að endirinn sé góður byrjar sagan stundum alveg hræðilega. Athugið að myndir í fréttinni kunna að vekja óhug.

Gerðu grunaði reyndar ekki hvað hún átti fyrir höndum þegar hún fékk sér húðflúr á ökklann í júlí 2010 til að hylja húðflúr af frystikistu sem hún hafði fengið sér fyrir sjónvarpsþátt.

Fyrstikistuflúrið fékk Gerða í sjónvarpsþætti á Skjá einum og hlaut …
Fyrstikistuflúrið fékk Gerða í sjónvarpsþætti á Skjá einum og hlaut hún frystikistu að launum. Nokkrum árum seinna ákvað hún að hylja hana en það átti eftir að hafa alvarlegar afleiðingar. Ljósmynd/ Gerða Kristjáns

„Það var alltaf hluti af flúrinu sem virtist aldrei gróa, það var alltaf smá hreistur á því sem var eins og að greri ekki almennilega. Svo fór það að bólgna út og varð hart undir bólgunni,“ segir Gerða. Hún leitaði til heimilislæknis sem gaf henni sterakrem og þegar það gekk ekki leitaði hún til húðlæknis. Sá tók sýni úr sýkta hlutanum og sendi það í ræktun. Þá kom í ljós að Gerða hafði fengið ofnæmi fyrir rauða litnum í húðflúrinu sínu.

„Hún sagði að þetta væri í rauninni eins og það væru skrilljón nálar inni í húðinni sem vorust að berja á móti litnum. Það var bara eins og svart og hvítt hvernig húðin brást við rauða litnum og svo þeim græna sem var í kring.“

Útlitið var ekki gott tveimur vikum eftir aðgerð.
Útlitið var ekki gott tveimur vikum eftir aðgerð. Ljósmynd/Gerða Kristjáns

Í níu daga á spítala

Gerða gekkst undir aðgerð á Landspítalanum í maí 2011 þar sem sýkta húðin var fjarlægð. Húð var flutt af innanverðu læri hennar á sárið á ökklanum. Við tók níu daga lega á spítalanum og sjö vikur á hækjum þar sem Gerða fékk sýkingu í ofanálag.

„Einu og hálfu ári síðar lét ég flúra rós yfir nýju húðina til að fela örið því það var svo áberandi. Maður sér að húðin er öðruvísi ef maður horfir vel á þetta og það er pínu gróp inn í fótinn.“

Gerða finnur ekki til í dag og raunar lítur ökklinn stórvel út. Fyrst um sinn fann hún þó fyrir mikilli reiði.

Nýja flúrið kemur afar vel út en frá ákveðnum sjónarhornum …
Nýja flúrið kemur afar vel út en frá ákveðnum sjónarhornum má enn sjá dældina sem aðgerðin skyldi eftir sig.

„Mér fannst eins og upplýsingum um að þetta gæti gerst hefði verið haldið frá mér. En ég talaði við fullt af listamönnum fyrir aðgerðina og það hefði enginn getað búið mig undir þetta því þessi viðbrögð eru svo sjaldgæf. Það er meira um að fólk fái roða eða pirring, flúrið verði upphleypt en að það gangi svo til baka. Það átti enginn von á því að þetta myndi gerast.“

Gerða segir á engan hátt hægt að kenna húðflúrslistamanninum um hvernig fór og beri engan kala til hans eða stofunnar í dag. Eins tekur hún fram að þó ofnæmisviðbrögðin séu horfin sé húðflúrsbakterían það ekki. „Ég er á leiðinni í fleiri. En ég kem ekki til með að fá mér rauðan aftur.“

Gerða hefur ekki losað sig við húðflúrs bakteríuna þó svo …
Gerða hefur ekki losað sig við húðflúrs bakteríuna þó svo að hún hyggist aldrei nota rauðan lit aftur. Ljósmynd/ Gerða Kristjáns
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert