Býst við mikilli frægð á Selfossi

Guðmundur Ásbjörnsson.
Guðmundur Ásbjörnsson.

Fjöldi Íslendinga er nú að keppa á Special Olympics í Los Angeles. Elsti keppandinn frá Íslandi á Special Olympics, Guðmundur Ásbjörnsson, keppti í gær í kraftlyftingum í 74kg flokki. Hann hafnaði í fjórða sæti í sínum flokkki í bekkpressu og fimmta sæti í réttstöðulyftu, hnébeygju og í samanlögðu.

Guðmundur er fæddur árið 1956 og er því 59 ára gamall. Hann er alinn upp í sunnlenskum sveitum á spenvolgri kúamjólk og heimaræktuðu lambakjöti. Þetta er fyrsta stórmót Guðmundar á erlendir grund og hann ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Guðmundur hóf að æfa lyftingar fyrir þremur árum og hann sýnir það og sannar að það er aldrei of seint að byrja að styrkja sig.

Á Facebooksíðu Íþróttabandalags fatlaðra segir að það hafi vakið mikla athygli í lyftingakeppninni að langelsti keppandinn væri frá Íslandi. Guðmundur fékk mikla athygli og var tekinn í viðtal strax að lokinni keppni. Hann er að eigin sögn nokkuð sannfærður um að hann verður mjög frægur á Selfossi eftir þessa leika í LA.

Myndirnar eru af Facebooksíðu Íþróttabandalags fatlaðra.

Héðinn Jónsson Eik Akureyri með gull í 200 metra hlaupi.
Héðinn Jónsson Eik Akureyri með gull í 200 metra hlaupi.
Aldís, Harpa þjálfari og Vilhelm að fara af stað í …
Aldís, Harpa þjálfari og Vilhelm að fara af stað í keilukeppnina.
Jónas Sigursteinsson þjálfari og Omar Karvel keppandi í badminton.
Jónas Sigursteinsson þjálfari og Omar Karvel keppandi í badminton.
Anna María Þórðardóttir þjálfari og Vilhjálmur Jónsson með gullverðlaunin í …
Anna María Þórðardóttir þjálfari og Vilhjálmur Jónsson með gullverðlaunin í boccia.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka