Lýst eftir þýskum ferðamanni

Norbert Hilebrand.
Norbert Hilebrand.

Lögreglan á Norðurlandi eystra óskar eftir upplýsingum um ferðir þýsks ferðamanns, Norbert Hillebrand, sem er 34 ára gamall. Norbert leigði bifreið hjá Bílaleigu Akureyrar, á Akureyri, þann 26.07 sl. kl. 12:00 og ætlaði að skila honum aftur þann 28.07 á sama tíma.

Eftir því sem næst verður komist ætlaði hann að aka upp að Öskju og skoða Holuhraun. Hann er búinn að vera hér á landi áður og þykir samstarfsmönnum hans á þýskri ferðaskrifstofu mjög óvenjulegt að plön hans standist ekki og hafa því áhyggjur af honum.Norbert er með síma en ekkert samband næst við hann. Norbert ætlaði af landi brott þann 6. ágúst nk.

Bifreiðin sem Norbert leigði er af gerðinni Dacia Duster, hvítur að lit, árgerð 2015, með skráningarnúmerinu HG L95.

Allir þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Norberts eru beðnir um að hafa samband við lögreglu á Norðurlandi eystra, Akureyri, í síma 444 2800.

Bíll svipaður þeim sem Norbert er á.
Bíll svipaður þeim sem Norbert er á.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert