Stefna á að tvöfalda Leifsstöð

Aðstoðarframkvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar segir aukningu ferðamanna í sumar vera talsvert umfram þær áætlanir sem gefnar voru út af flugfélögum og ferðaþjónustuaðilum. Mikil örtröð hefur myndast á vellinum á álagspunktum vegna mannfjöldans, en upplýsingafulltrúi Isavia segir slíkt vera á undanhaldi vegna breytinga sem unnið er að. 

Þannig er vinna langt komin í 5.000 fermetra viðbyggingu til suðurs og verður fljótlega ráðist í 3.000 fermetra stækkun til vesturs. Þá er búið að opna hluta 700 fermetra stækkunar á komusal. Búist er við að þróunaráætlun sem fljótlega mun liggja fyrir geri ráð fyrir tvöföldun á stærð flugvallarins á næstu 15-25 árum. mbl.is fékk að skoða þær breytingar sem nú standa yfir.

Fréttir mbl.is:

Stækka flugstöðina um 8.700 fermetra

Mæta í flug 2,5-3 tímum fyrir brottför

Örtröð á Keflavíkurflugvelli

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka