Ekkert heyrst frá þýska ferðamanninum

Norbert Hilebrand.
Norbert Hilebrand.

Lög­regl­an á Norður­landi eystra ósk­ar eft­ir upp­lýs­ing­um um ferðir þýsks ferðamanns, Nor­bert Hil­lebrand, sem er 34 ára gam­all. Nor­bert leigði bif­reið hjá Bíla­leigu Ak­ur­eyr­ar, á Ak­ur­eyri, þann 26.07 sl. kl. 12:00 og ætlaði að skila hon­um aft­ur þann 28.07 á sama tíma.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri höfðu í morgun ekki borist neinar fréttir af ferðum hans en formleg leit er ekki hafin.

Eft­ir því sem næst verður kom­ist ætlaði hann að aka upp að Öskju og skoða Holu­hraun. Hann er bú­inn að vera hér á landi áður og þykir sam­starfs­mönn­um hans á þýskri ferðaskrif­stofu mjög óvenju­legt að plön hans stand­ist ekki og hafa því áhyggj­ur af hon­um.Nor­bert er með síma en ekk­ert sam­band næst við hann. Nor­bert ætlaði af landi brott þann 6. ág­úst nk.

Bif­reiðin sem Nor­bert leigði er af gerðinni Dacia Dust­er, hvít­ur að lit, ár­gerð 2015, með skrán­ing­ar­núm­er­inu HG L95.

All­ir þeir sem geta gefið upp­lýs­ing­ar um ferðir Nor­berts eru beðnir um að hafa sam­band við lög­reglu á Norður­landi eystra, Ak­ur­eyri, í síma 444 2800.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert