Flautar á 10 mínútna fresti

Björgunarsveitarmenn að störfum.
Björgunarsveitarmenn að störfum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fleiri munu bráðum bætast í hóp fjörtíu björgunarsveitamanna sem leita af frönskum ferðamanni sem er týndur á Hornströndum.

Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg hefur náðst illa í síma mannsins og er hann alveg að verða rafmagnslaus. „Við höfum talað við hann í gegnum SMS þar sem hann segir að allt sé í góðu lagi en honum er kalt og hann er rammvilltur,“ segir Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg.

Ferðamaðurinn er með flautu á sér og hefur björgunarsveitin beðið hann um að flauta á tíu mínútna fresti til þess að auðvelta leitina.

Jónas segir lítið skyggni vera á svæðinu.

Maður­inn hafði sam­band við Neyðarlínuna fyrr í kvöld og sagðist villt­ur upp af Lónafirði á milli Jök­ul­fjarða og Horn­stranda. Björgunarsveitir voru kallaðar út á sjöunda tímanum.

Frétt mbl.is: Týndur ferðamaður á Hornströndum

Frá Hornströndum.
Frá Hornströndum. Pétur Blöndal
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert