Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fær tilkynningar af ýmsu tagi á hverjum degi en nú á sjöunda tímanum var tilkynnt um sel á tjaldstæðinu í Laugardal. Það reyndist rétt en um kóp var að ræða sem hafði strokið úr Húsdýragarðinum.
Klukkan 6:16 var tilkynnt um sel á tjaldsvæðinu á Laugardal. Þegar lögreglumenn komu á vettvang sá þeir selinn sem reyndist vera kópur Kópurinn hafði strokið frá Húsdýragarðinum og fundu ferðamenn hann þar sem hann var á morgungöngu við tjaldsvæðið.
Kópurinn fór nokkuð hratt yfir og reyndi hvað hann gat að komast undan lögreglumönnum og reyndi ítrekað að bíta.
Að lokum náðu lögreglumenn að handsama kópinn og koma honum aftur í húsdýragarðinn. Þar verður hann væntanlega settur í bann, að sögn lögreglu.
Kópurinn náði að bíta einn lögreglumanninn sem leitaði sér aðhlynningar á slysadeild.