Týndur ferðamaður á Hornströndum

Hornstrandir
Hornstrandir Landhelgisgæslan

Björg­un­ar­sveit­ir Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar á norðan­verðum Vest­fjörðum voru kallaðar út fyr­ir stundu til leit­ar að göngu­manni á Horn­strönd­um.

Maður­inn hafði sam­band við Neyðarlínu, sagðist villt­ur upp af Lónafirði á milli Jök­ul­fjarða og Horn­stranda. Lítið skyggni er á svæðinu og maður­inn sem er frá Frakklandi gat illa lýst aðstæðum. Farsími manns­ins er að verða raf­hlöðulaus.

Sigla þarf björg­un­ar­mönn­um á björg­un­ar­skipi og bát­um á svæðið og eru þeir á leið þangað núna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert