Hinsegin dagar í Reykjavík hófust í dag þegar Skólavörðustígur var málaður í regnbogalitunum sem einkenna hátíðina. Brakandi blíða var í borginni og gestir og gangandi hjálpuðu starfsfólki hátíðarinnar og borgarinnar við málningarvinnuna. Liturinn verður fjarlægður í lok sumars.
Eva María Þórarinsdóttir Lange segir að Hinsegin dagar verði fjölbreytileir í ár eins og fyrri ár.