Handsome Dave og Gógó Starr sigruðu

Draggdrottning og draggkóngur Íslands.
Draggdrottning og draggkóngur Íslands. mbl.is/Eggert

Dragg­kóng­ur og draggdrottn­ing Íslands voru krýnd á Draggkeppni Íslands sem fram fór í Gamla bíói í kvöld. Dragg­kóng­ur­inn heit­ir „Handsome Dave“ en hin und­urfagra „Gógó Starr“ var krýnd draggdrottning.

Að sögn Georgs Erl­ings­son­ar Mer­ritt, aðstand­anda keppn­inn­ar, var mikið um dýrðir í Gamla bíói í kvöld. „Salurinn var trylltur. Þetta var þvílík stemning og það er ofboðslega gott að vera komin aftur í þetta hús,“ sagði hann í samtali við mbl.is.

Þetta er í átjánda skipti sem keppnin er haldin.

Að þessu sinni tóku átta keppendur þátt. Fjórir kepptu um titilinn draggdrottning Íslands og fjórir um titilinn draggkóngur Íslands. 

Keppn­in er hald­in í tengsl­um við Hinseg­in daga, en gleðigang­an verður far­inn á laug­ar­daginn.

Frétt mbl.is: Draggkeppnin undirbúin

mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert