Rúmlega 80 í biðröðinni

Fólk lét fara vel um sig í biðröðinni eftir kleinuhring …
Fólk lét fara vel um sig í biðröðinni eftir kleinuhring í morgun

Rúmlega áttatíu manns eru nú í biðröð fyrir utan Dunk­in' Donuts staðinn sem verður opn­aður á Lauga­veg­in­um klukkan 9. Þau fyrstu voru mætt í röðina í gærkvöldi, en 50 fyrstu viðskipta­vin­irn­ir fá klippi­kort sem fær­ir þeim kassa með sex kleinu­hringj­um í hverri viku í heilt ár.

Staður­inn er sá fyrsti í röðinni af alls sex­tán stöðum sem verða opnaðir á næstu fimm árum hér á landi.

Veit­ingastaðir Dunk­in´ Donuts eru í dag 11.300 tals­ins í 36 lönd­um víða um heim. 

Biðröð fyrir utan Dunkin' Donuts

Það er greinilegt að þetta fólk hefur beðið lengi eftir …
Það er greinilegt að þetta fólk hefur beðið lengi eftir því að fá kleinuhring frá Dunkin? Donut að borða
Fyrir utan Dunkin' Donut
Fyrir utan Dunkin' Donut
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert