„Kröfuhafar eru um 13.000 og staðsettir í ríflega 100 löndum. Það ásamt öðru gerir endurskipulagningu Kaupþings að einu umfangsmesta og flóknasta endurskipulagningarverkefni sem nokkurs staðar og nokkru sinni hefur verið unnið og það á heimsvísu.“
Þannig lýsir Jóhannes Rúnar Jóhannsson, formaður slitastjórnar Kaupþings, því samningsferli sem framundan er nú þegar slitastjórnir föllnu viðskiptabankanna búa sig undir að leggja frumvörp að nauðasamningum fyrir kröfuhafa slitabúanna.
Kröfuhafar búanna þriggja telja á þriðja tug þúsunda og í tilfelli Kaupþings eru þeir frá um 100 þjóðlöndum. Í tilfelli Glitnis koma þeir frá 54 ríkjum og í 48 átta ríkjum heimsins má finna lögheimili kröfuhafa LBI, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í ViðskiptaMogganum í dag.