Ungliðar sameinast í Gleðigöngu

Gleðigangan er ár hvert einn af stærstu viðburðunum í Reykjavík.
Gleðigangan er ár hvert einn af stærstu viðburðunum í Reykjavík. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna munu taka þátt í Gleðigöngunni saman á morgun. Þetta er í fyrsta sinn í sögu göngunnar sem pólitískum ungliðahreyfingum er hleypt að.

„Þátttaka pólitískra ungliðahreyfinga þekkist víða í löndunum í kringum okkur en hefur ekki tíðkast hér á landi þar til nú. Með þátttöku okkar viljum við sýna að þó við nálgumst málin með mismunandi hætti og höfum ólíkar pólitískar áherslur þá erum við öll sammála um mannréttindi hinsegin fólks. Þá viljum við vekja athygli á því að mannréttindi hinsegin fólks eru verkefni stjórnmálanna og stjórnmálamenn mega ekki sofna á verðinum þegar kemur að þessum málaflokki,“ segir í tilkynningu frá Ungum jafnarmönnum, Ungum sjálfstæðismönnum, Ung vinstri græn, Ungir píratar og Sambandi ungra framsóknarmanna.

Athugasemd sett inn klukkan 11.11

Gerð er athugasemd við þessa fréttatilkynningu frá ungliðahreyfingunum þar sem árið 2008 tók SUS þátt í Gleðigöngunni í bolum merktum „Virðum einstaklinginn“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert